Spurt og svarað

22. júní 2008

Sýking í legi o.fl.

Sælar, þakkir fyrir gagnlegan vef.

Ég eignaðist tvíbura í febrúar sl og gekk það vel. Í maí var sett upp lykkja en því miður fékk ég sýkingu og var hún tekin niður innan við viku seinna. Ég fór á pensilín og er nú ca mánuði seinna aftur komin á pensilín vegna einkenna sem létu á sér kræla aftur. Hvað veldur svona sýkingu í legi? Getur þetta verið/orðið alvarlegt ef þetta ætlar að verða þrálátt hjá mér? Í millitíðinni byrjaði ég á brjóstapillunni og hef í kjölfarið haft mikið hárlos. Mér finnst einnig eins og sonur minn sem var mjög hærður við fæðingu sé að missa mikið sitt hár. Veit það getur verið normalt, en getur verið að hann sé að fá þessa aukaverkun frá pillunni eins og ég? Ég er með börnin bæði á brjósti og hef ekki verið að bæta neitt á þau. Þau hafa samt fengið pela við sérstök tilefni, má telja á fingrum annarrar handar hugsa ég. Ég las í svari að þetta hefði áhrif á mjólkurframleiðslu/gæði móðurinnar. Gætuð þið bent mér á upplýsingar, rannsóknir um nákvæmlega hvað það er sem breytist í móðurmjólkinni?

Kærar þakkir, með von um svör.

Kveðja, Tibba.


Sælar og til hamingju með tvíburana þína.

Ég veit ekki hvað veldur sýkingu í legi, en í þínu tilfelli tel ég ráðlegt að þú talir við þinn lækni og fá útskýringar.  Með hárlosið að þá er mjög algengt að mæður fá hárlos á fyrstu mánuðunum eftir fæðinguna, þannig að ég held að hárlosið sé ekki af pillunni. Einnig missa lítil börn oft fæðingarhárið sitt og fá svo fallegt hár á fyrsta aldursári. Ég veit ekki til að þó að móðir gefi einn og einn pela að það hafi áhrif ágæði móðurmjólkurinnar eða innihald hennar. Ég var sjálf með tvíburana mína (sem eru orðnir stórir) á brjósti í eitt ár og þeir fengu pela af og til,það hafði engin áhrif á móðurmjólkina nema þá bara jákvæð.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. júní 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.