Spurt og svarað

09. janúar 2012

Trimform eftir keisaraskurð

Sælar og takk fyrir góðan vef!
Hvenær er óhætt að fara í Trimform á maga eftir keisaraskurð?

Kveðja Sigríður.

_____________________________________________________________________________________________________

Sæl og blessuð Sigríður!

Almennt er talað um að bíða með magaæfingar í 6 vikur eftir keisaraskurð, þó þetta sé að sjálfsögðu einstaklingsbundið. 
Þar sem ég þekki ekki mikið til Trimforms þá leitaði ég á vefnum og fann upplýsingar frá bæði framleiðendum og þeim sem veita meðferðina.  Mér sýnist að mælt sé með því að fara ekki í Trimfrom fyrr en 3 mánuðum eftir keisaraskurð. Þú skalt frekar byrja á því að gera magaæfingar á stofugólfinu heima, þar sem þú getur stjórnað átakinu alveg sjálf, og fylgst með því hvenær hættir að taka í skurðinn.


Kveðja,
Halla Björg Lárusdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
9. janúar, 2012.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.