Trimform eftir keisaraskurð

09.01.2012
Sælar og takk fyrir góðan vef!
Hvenær er óhætt að fara í Trimform á maga eftir keisaraskurð?

Kveðja Sigríður.

_____________________________________________________________________________________________________

Sæl og blessuð Sigríður!

Almennt er talað um að bíða með magaæfingar í 6 vikur eftir keisaraskurð, þó þetta sé að sjálfsögðu einstaklingsbundið. 
Þar sem ég þekki ekki mikið til Trimforms þá leitaði ég á vefnum og fann upplýsingar frá bæði framleiðendum og þeim sem veita meðferðina.  Mér sýnist að mælt sé með því að fara ekki í Trimfrom fyrr en 3 mánuðum eftir keisaraskurð. Þú skalt frekar byrja á því að gera magaæfingar á stofugólfinu heima, þar sem þú getur stjórnað átakinu alveg sjálf, og fylgst með því hvenær hættir að taka í skurðinn.


Kveðja,
Halla Björg Lárusdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
9. janúar, 2012.