Túrmerick og brjóstið.

09.02.2015

Sælar. Vitið þið hvort óhætt sé að taka inn Túrmerik hylki með barn á brjósti? Skv. upplýsingum á vef framleiðanda er óléttum konum og börnum yngri en 4 ára ekki ráðlagt að neyta hylkjanna. Það væri gagnlegt að fá ykkar álit/þekkingu. http://fjallagros.is/vorur/turmerik-hylki-med-svortum-pipar/


 Sæl og blessuð, það eru eftir því sem ég kemst næst engar rannsóknir til á áhrifum turmericks á brjóstagjöf eða á mjólkina.  Á Indlandi er turmerick notað til að meðhöndla sár á geirvörtum. Þar sem engar rannsóknir eru til er bæði ófrískum konum og konum með barn á brjósti ráðlagt frá því að taka efnið sem fæðubótarefni. Það er í lagi að nota kryddið í mat eða drekka te sem inniheldur turmerick þar sem að það er bæði meira blandað og í minni skammti. Gangi þér vel.

bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
09.feb.2015