Spurt og svarað

07. maí 2012

Ungbarnaeftirlit

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef.

Mín spurning er sú hvort að ég megi ráða hvar ég hef barnið mitt í ungbarnavernd? Þannig er mál með vexti að ég er með lögheimili í Garðabænum og hef alltaf verið með heimilislækni þar og líkar rosalega vel. Ég bý samt á öðrum stað svo að ég fékk að sjálfsögðu heimaþjónustu ljósmóður þar sem ég bý (alveg yndislega) og var svo send á Heilsugæslustöðina í mínu hverfi eftir það. Málið er að mér líkar ekki vel við hjúkrunarfræðinginn sem við fengum (af mörgum ástæðum) og það veldur mér miklum kvíða að láta mannneskju sem ég treysti ekki, sjá um heilsu barnsins míns. Svo að ég spyr, má ég láta færa barnið inní Garðabæ þó að ég búi ekki þar?

Með von um fljót svör ein kvíðin


Góðan dag

Reynt er að hverfaskipta aðgengi á heilsugæslustöð en ef þú átt heimilislækni annarsstaðar er þér frjálst að leita þangað.  Það er líka möguleiki að fá að skipta um hjúkrunarfræðing á hverfisstöðinni þinni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. maí 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.