Útferð

27.05.2006
Það eru rétt rúmar 10 vikur síðan ég átti og öll útferð og allt búið fyrir um 3 vikum en nú er allt í einu farin að koma frekar mikil glær og lyktarlaus útferð annað slagið. (alls ekki daglega) og ég er pínu smeik við þetta. Er þetta eðlilegt eða á ég að hafa samband við lækni?
Ein frekar óörugg.
 
...............................................
 
Komdu sæl og til hamingju með barnið.
 
Glær og lyktarlaus útferð er alveg eðlileg og ekkert til að hafa áhyggjur af.  Útferð getur breyst eftir fæðingu frá því sem var áður en þú varðst ófrísk og brjóstagjöf getur líka haft áhrif vegna hormónaáhrifa.  Reyndu að vera ekki óörugg með þetta en fygstu með hvort þetta breytist eitthvað t.d. með vondri lykt.  Ef þú hefur miklar áhyggjur er sjálfsagt að fara í skoðun til læknis.
 
Gangi þér vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
27.05.2006.