Útferð eða blæðingar

24.02.2005

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef. 

Ég átti barn fyrir 6 vikum og var með úthreinsun í ca 3-4 vikur og allt í lagi með það.  Svo byrjaði að blæða núna um helgina og er búið að blæða núna í 3 daga alveg eins og ég sé á góðun túr.  Getur verið að blæðingar séu byrjaðar eða er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af?  Ég er með strákinn eingöngu á brjósti fyrir utan smá ábót ca einu sinni til tvisvar á sólarhring.  Ég hef ekkert verið að breyta neinu í sambandi við mataræðið, við erum ekki byrjuð að stunda kynlíf aftur eftir fæðinguna og ég er ekki í líkamsrækt fyrir utan gönguferðir annað slagið.  Ég fer í eftirskoðun eftir viku, er þetta eitthvað sem þarf að kíkja á fyrr eða á ég bara að bíða og sjá?


Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 24.02.2005.