Spurt og svarað

15. júní 2012

Útferð og gyllinæð

Sæl og takk fyrir frábæran þráð sem alltaf er hægt að grípa til.

Ég er búin að vera að leita að svari við vandamáli mínu en finn ekki nógu fullnægjandi svar. Ég á 11 vikna barn og ég var saumuð eftir fæðinguna og blæddi mikið nokkrum vikum eftir fæðinguna. Núna er ég ennþá með útferð sem er gul-brún leit og það er mikil lykt af henni. Ég er búin að sjá hér að það sé óeðlilegt að það sé vond lykt og það gæti verið sýking. Ég finn samt ekki til og hef fengið sveppasýkingu áður en tilfinningin var allt öðruvísi með það. Einnig fékk ég gyllinæð og hef ekki enn losnað við hana þrátt fyrir Doloproct stíla sem gerðu ekkert gagn. Læknirinn sagði að ég væri bara með úthreinsun en á miðað við það sem ég les hér er þetta pottþétt sýking. Get ég hringt í lækni og látið skrifa uppá lyf fyrir mig? Það er ekki hlaupið að því fyrir mig að komast í skoðun aftur þannig mig langar að fá að vita hvað er yfirleitt gefið fyrir svona sýkingu og hvað er gefið við gyllinæð sem virkar. Mér líður alveg ömurlega útaf þessu og hef enga lyst á kynlífi og er nánast búin að útiloka manninn minn. HJÁLP!Sæl!

Að öllu jöfnu ætti úthreinsun að vera lokið á fyrstu 6 vikunum eftir fæðingu og rétt hjá þér að það eigi ekki að vera vond lykt af henni. Ef það er vond lykt af útferðinni gæti það verið merki um sýkingu og tel ég því rétt að þú leitir til læknis. Þú getur leitað til heimilislæknis eða kvensjúkdómalæknis, bæði útaf útferðinni og gyllinæðinni. Mikilvægt er að greina vandamálið rétt með skoðun og þess vegna ekki vaninn að ávísa lyfjum í gengum síma.


Með kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
14. júní 2012

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.