Úthreinsun lokið?

11.05.2005

Er hreinsun búin þegar það hættir að blæða? Ég var saumur eitthvað pínulítið, en núna finn ég ekkert til, og hætt er að blæða. Þýðir það að ég megi fara í sund og stunda kynlíf aftur núna?

...........................................................................

Sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn!

Úthreinsun eftir barnsburð tekur um 3-4 vikur. Fyrstu dagana er um að ræða blæðingu (lochia rubra) sem kemur aðallega frá fylgjubeðnum. Eftir það breytist liturinn og verður brúnleitur (lochia serosa) en þá er um að ræða hvít blóðkorn og bakteríur sem hafa blandast blóðinu og blóðvökvanum. Eftir u.þ.b. tvær vikur lýsist útferðin og verður gul eða hvít á litinn (lochia alba). Stundum er þó úthreinsunin blóðlituð í 3-4 vikur og hættir svo. Einnig getur orðið lítils háttar aukning á blæðingu á annarri viku eða að útferðin verði aftur blóðlituð aftur ef hún hefur verið orðið brúnleit. Blæðing eða útferð á úthreinsunartímabilinu á ekki að lykta illa.

Þú mátt í raun gera allt sem þú treystir þér til og veitir þér vellíðan.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. maí 2005.