Spurt og svarað

29. desember 2004

Úthreinsun, sveppasýking o.fl.

Sælar,

ég er með eina litla sem er fædd 22.10.04. og ég er enn með úthreinsun, ljósgul og með einstaklega vondri lykt. Stundum kemur örlítið ljósrautt blóð með. Þetta er ekki slímkennt, frekar eins og vatn. Svo ofan á þetta þá fékk ég sveppasýkingu á þennan viðkvæma stað þegar hún var 2 vikna og ég hef borið Daktacort annað slagið. Ég fæ mikinn svið og hita alltaf á 3-4 daga fresti... þetta vill ekki fara.

Svo önnur spurning, ég var saumuð 2° saum og er enn frekar aum og þrútin, er það kannski vegna sveppasýkingarinnar? Og svo eitt enn, er mér óhætt að fara bráðum í sund?

Takk fyrir mig!

..................................

Komdu sæl!

Til hamingju með dömuna. Varðandi útrheinsunina þá líst mér ekki á lyktina. Örlítið ljósrautt blóð getur verið eðlilegt og önnur lýsing á úthreinsuninni en ekki lyktin. Ég mæli með að þú látir lækni kíkja á þetta á heilsugæslunni þinni.

Varðandi saumaskapinn þá er mjög misjafnt hvenær konur eru búnar að jafna sig. Þú getur verið aum og þrútin í allt að 3 mánuði eftir barnsburð en það á þó að fara batnandi dag frá degi. Það er rétt ályktað hjá þér að batinn getur verið hægari vegna sveppasýkingarinnar. Ég mæli ekki með að þú farir í sund fyrr en úthreinsuninni er lokið.

Ég vona að þetta svari einhverju fyrir þig,

með kveðju,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur,
29. desember 2004.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.