Spurt og svarað

18. júní 2007

Vandræði með hægðir eftir fæðingu

Hæ, hæ! 

Það eru  rúmlega 2 vikur síðan ég átti dóttur mína. Tvisvar sinnum eftir fæðinguna hefur verið mjög erfitt að kúka - meiði mig alveg  svakalega og ekki nóg með það að það blæðir og verkjar í rassin lengi á eftir og ég finn fyrir óþægindum í rassinum t.d. þegar ég sit og svoleiðis. Þegar ég var búin að eiga sagði ljósan að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur með hægðir hjá mér. 

Takk fyrir mig og takk fyrir frábæra síðu.

Kveðja, ein í vanda.


Sæl

Mér finnst þetta hljóma eins og þú getir verið með gyllinæð. Gyllinæð er ekki ólalgengur kvilli  í kjölfar fæðingar, þar sem reynir mikið á þetta svæði. Það er mikilvægt að þú reynir að halda hægðum mjúkum og borðir því trefjaríkt fæði, drekkir vel og borðir einnig fæði sem getur hjálpað að halda hægðum mjúkum eins og t.d sveskjur.  Einnig er hægt að kaupa stíla og krem án lyfseðils í apóteki sem hafa bólgueyðandi áhrif, leiðbeiningar um notkun þeirra ættir þú að fá í apótekinu. Nú ef að þetta dugar ekki til fá bata á nokkrum dögum þá ráðlegg ég þér að leita læknis.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
18. júní 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.