Spurt og svarað

12. desember 2011

Verkir 5 mánuðum eftir fæðingu

Sælar, takk fyrir flottan vef!

Ég á 5 mánaða gamlan son og finn enn verulega til í mjöðmum og móðurlífi. Fæðinging gekk ágætlega en var langdregin og rembingurinn svolítið erfiður. Nær alla meðgönguna fann ég til togverkja, þá aðallega í nára og síðum. Mér þótti vont að reyna mikið á mig og fór mér því hægt en kyrrstæða gerði mér heldur ekki gott svo ég reyndi að fara meðalveg, sem gekk ágætlega. Ég svaf alltaf með snúningslak sem hjálpaði heilmikið. Ég las að konur losna ekki við togverki strax eftir fæðingu en 5 mánuðir... Mig verkjar við að fara í gönguferð og stundum haltra í sólarhring á eftir, stundum smellur í mjöðminni og verkirnir trufla svefn. Ég er máttlítil hægra megin og ræð ekki sérlega vel við að t.d. standa á öðrum fæti (hægri). Einnig finn ég eymsli í móðurlífinu eða neðri maganum. Ég hef verið með smá blæðingar af og til frá fæðingu. Ég hef verið að gera léttar æfingar hér heima og að gera t.d. kviðæfingar er hreinlega sárt. Er þetta í lagi eða ætti ég að láta athuga þetta?

Með fyrirfram þökkum og kveðju.


Komdu sæl.

Það er ástæða til að láta athuga þetta nánar og jafnvel tala við sjúkraþjálfara sem getur hjálpað. 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
12. desember 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.