Spurt og svarað

10. apríl 2015

Verkir í skurðsári

Ég fór í keisara fyrir 9 vikum og finnst mér skurðurinn hafa gróið vel en núna er ég búin að næla mér í flensu og er búin að hósta látlaust í sólarhring. Barnið mitt er ekki á brjósti svo hann er bara með ömmu sinni og smitast vonandi ekki en núna er ég farin að finna fyrir miklum verkjum í skurðsvæðinu sem eykst með hverjum hósta. Hvað á ég að gera annað en að taka verkjalyf? Getur verið að skurðurinn sé að opnast aftur?

 
 
Heil og sæl, skurðurinn á að vera að  gróinn eftir níu vikur sérstaklega þar sem þetta virðist hafa gróið vel.  Það tekur þó tíma að byggja upp vefi að nýju og það getur verið að hóstinn reyni um of á sárið. Það er þó ekki hætta á að sárið opnist að nýju. Ef verkirnir eru mjög miklir ráðlegg ég þér að láta kíkja á skurðinn. Þú getur talað við bæði lækni eða ljósmóður á heilsugæslustöðinni þinni.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
10. apríl 2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.