Verkir í skurðsári

10.04.2015

Ég fór í keisara fyrir 9 vikum og finnst mér skurðurinn hafa gróið vel en núna er ég búin að næla mér í flensu og er búin að hósta látlaust í sólarhring. Barnið mitt er ekki á brjósti svo hann er bara með ömmu sinni og smitast vonandi ekki en núna er ég farin að finna fyrir miklum verkjum í skurðsvæðinu sem eykst með hverjum hósta. Hvað á ég að gera annað en að taka verkjalyf? Getur verið að skurðurinn sé að opnast aftur?

 
 
Heil og sæl, skurðurinn á að vera að  gróinn eftir níu vikur sérstaklega þar sem þetta virðist hafa gróið vel.  Það tekur þó tíma að byggja upp vefi að nýju og það getur verið að hóstinn reyni um of á sárið. Það er þó ekki hætta á að sárið opnist að nýju. Ef verkirnir eru mjög miklir ráðlegg ég þér að láta kíkja á skurðinn. Þú getur talað við bæði lækni eða ljósmóður á heilsugæslustöðinni þinni.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
10. apríl 2015