Vindgangur 6 vikum eftir fæðingu

18.09.2006

Sælar!

Ég átti stelpu fyrir um 6 vikum og ég leysi vind mun oftar en áður. Ég var að spá hvort aukinn vindgangur fylgi því að gefa brjóst. Veit að þetta er kannski asnaleg spurning en þetta er það eina sem mér dettur í hug að gæti orsakað þetta. Hef ekki breytt matarræðinu neitt og þetta er farið að verða svolítið þreytandi. Vonandi hafið þið eitthver svör.


Sæl og blessuð.

Nei, vindgangur hefur ekkert með brjóstagjöf að gera svo ég viti til. Það getur hins vegar tengst því að þú fæddir barn fyrir stuttu síðan og ert ekki búin að ná nægum styrk að neðan. Vertu dugleg að gera grindarbotnsæfingar, þú manst „15 æfingar, 5 sinnum á dag“.  

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. september 2006.