Vítamín eftir fæðingu

08.04.2008

Hæ, hæ!

Þannig er að ég átti stelpu fyrir mánuði síðan og missti mikið blóð í fæðingunni. Ég fékk blóðgjöf og benti ljósmóðir upp á spítala mér á að taka einnig járn eða fjölvítamín og líka C vítamín því það hjálpar til við járnupptöku (sem sagt að taka bæði). Svo ég keypti fjölvítamín og C-vítamín en á C-vítamín krukkunni stendur „ekki skal neyta meira af fæðubótarefninu en ráðlagður neysluskammtur segir til um“ sem er ein tafla á dag. Er þá ekki í lagi að taka bæði fjölvítamíntöfluna og C-vítamíntöfluna?

 


 

Sæl og blessuð!

Það er í lagi fyrir þig að taka ríflegan dagskammt í stuttan tíma, sérstaklega þegar þörf er á að vinna upp skort eins og þú ert að gera. Kannski er nóg fyrir þig að taka eingöngu fjölvítamínið

 Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. apríl 2008.