4 mánaða til Kúbu

22.10.2006
Góðan daginn og  takk fyrir góðan vef.
Við hjónin erum að eignast fyrsta barnið okkar  í nóvember og höfum ekki reynslu af þessu.  Við erum að spá hvort það sé í lagi  að fara með 4 mánaða barnið okkar til Kúbu?  Hvað þarf að gera?  Þarf barnið að fá einhverja sprautur?
Takk fyrir.  Bless

Komið þið sæl.
 
Best er fyrir ykkur að hafa samband við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á upplysingamidstod@glaesib.hg.is  og spyrja hjúkrunarfræðingana þar um þetta.  Og hafið endilega samband sem fyrst. 
Ég mæli eindregið með því að barnið verði þá eingöngu á brjósti og að mamman passi vel uppá hvað hún borðar eins og fólk ætti reyndar að gera á öllum ferðalögum erlendis.
 
Gangi ykkur vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
22.10.2006.