Spurt og svarað

13. október 2006

Á að hita matinn?

Hæ hæ
Ég er með eina 6 mánaða sem hefur eingöngu verið á brjósti en er núna að byrja að borða. Þegar maður gefur svona ávaxtamauk t.d. frá Gerber, á maður þá að hita það aðeins eða getur maður bara gefið beint úr krukkunni þegar maður geymir við stofuhita? Eins með vatnið, ætla að byrja að gefa henni vatn núna..er óhætt að gefa bara beint keypt vatn úr búð (er erlendis) við stofuhita eða á að hita vatnið aðeins?
Kveðja, ný í bransanum.


Komdu sæl

 
Venjulega er hægt að gefa allt ávaxtamauk bara beint úr krukkunni án þess að hita.  Ef barnið klárar ekki má geyma krukkuna í ísskáp í sólarhring en það er ekki þörf á að hita maukið fyrir svona gamalt barn.  Sumar grænmetistegundir á að hita en þá eru venjulega leiðbeiningar um það á krukkunni.  Vatn er óþarfi að hita.  Börn sem eru 6 mánaða og eldri ráða við að borða smávegis af köldum mat eða mauki. 
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
13.10.2006.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.