Spurt og svarað

05. mars 2008

A- og D vítamínþörf í sólinni

Er staðsett í miðausturlöndum með 3ja og hálfsmánaða gamla dóttur í u.þ.b. 25 stiga. Ljósmóðir heima sagði mér að ég gæti hætt að gefa henni Aog D dropana vegna sólarljóssins því hún myndi fá nóg D vítamín af sólinni.  Er einhver lágmarks tími sem sólarljósið þarf að skína á hana til þess að uppfylla nægan D-vítamín skammt? Hvað get ég gert til að hún fái einnig nægjanlegan A- vítamín skammt þar sem hún er ekki að taka þessa dropa? Mér skilst að í móðurmjólkinni fái hún ekki nóg af A og D vítamíni. Að lokum er ég að velta því fyrir mér hvort ég megi taka Imedeen töflur þar sem ég er með barn á brjósti?

Kveðja, Herdís.Sæl og blessuð Herdís.

Það er reyndar svo að móðurmjólkin inniheldur nægilegt A og D vítamín fyrir börn á brjósti ef móðirin er vel nærð. Það þarf þó að passa að börn fái eitthvað sólarljós á sig. Þú ert nú aldeilis í góðri aðstöðu til þess. Barnið þarf að fá á sig 30 mínútur af sólarljósi á viku ef það er aðeins á bleyju eða 2 klst. á viku ef það er fullklætt án höfuðfats. Af A vítamíni þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er jafnvel svo að A vítamín úr móðurmjólk safnast í lifur barnanna og heldur áfram að hafa góð áhrif eftir að barnið hættir á brjósti.  Imedeen töflur eru fæðubótartöflur. Þær ætti að vera í lagi að taka en þú passar að fara ekki yfir ráðlagðan skammt.

Kveðjur til ykkar í sólinni,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.