Er í lagi að taka Asta Zan á meðgöngu?

20.09.2010

Er í lagi að taka Asta Zan á meðgöng?

Kveðja, Dísin.


Sæl!

Samkvæmt upplýsingabæklingi um Asta Zan innheldur það eftirfarandi efni:

  • Natural Astaxanthin 4 mg
  • Vítamín E (d-alpha tocopherol) 10 mg
  • Lutein 40 mcg
  • GE Free safflower oil, BSE free gelatin and glycerin.

Astaxanthin hefur verið notað sem fæðubótarefni og litarefni í ýmis matvæli, t.d. lax og er talið óhætt fyrir alla að neyta þess í litlu magni.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni About.com:Natural Medicine A-Z er ekki mælt með inntöku Astaxanthin á meðgöngu vegna hugsanlegra áhrifa þess á meðgönguhormónin.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. september 2010.