Spurt og svarað

25. mars 2008

AD og ACD dropar

Sælar
Ég er með 5 mánaða barn og hef ekki getað fengið AD dropa í apótekum í nokkuð langan tíma. Í dag fór ég enn og aftur í apótek og þar var mér sagt að framleiðslu á þeim hafi verið hætt tímabundið (veit ekki hvaða ástæður liggja þar að baki).
Hvað er til ráða? Eru einhverjir aðrir dropar sem ég get gefið barninu mínu, eða eru þessir dropar ekki svo mikilvægir?
Konan í apótekinu vildi selja mér dropa sem heita ACD dropar en ég sá að magn A og D vítamínanna var allt annað en í AD dropunum. Ég var hinsvegar ekki alveg sannfærð þar sem þau vítamín eru fituleysanleg og betra að hafa skammtastærðir á hreinu þegar um ungabörn er að ræða.
Viljið þið vera svo vænar að kanna að hverju þið komist varðandi þetta mál. E.t.v. eru þessir ACD dropar jafn góðir og AD droparnir líkt og afgreiðslustúlkan vildi meina.

Kær kveðja, Helena.

 


 

Sæl Helena 

ACD dropar eru með C-vítamíni auk A- og D- vitamínanna.  Vítamínin eru í vatnslausn í þessum dropum en ekki í olíu eins og AD droparnir og blandan er þynnri þannig að það þarf að gefa meira af ACD dropum en AD dropum.  Ef farið er eftir leiðbeiningum eru þessir dropar alveg eins góðir eins og AD droparnir. 

Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fást hvorugir droparnir eins og er frá framleiðanda en eitthvað getur verið til í apótekum.

Önnur góð leið til að fá A- og D- vítamín er að taka lýsi, en það eru líka til fjölvítamíndropar í apótekum sem innihalda A- og D- vítamín auk fjölda annarra vítamína.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
25. mars 2008.
 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.