Æðahnútar á skapabörmum

08.05.2008

Sælar!

Mig langar að spyrjast fyrir um æðahnúta á skapabörmum. Er til eitthvað krem við því? Og ef svo er það lyfseðilsskylt? Get ég hringt bara í ljósuna mína og hún útvegað mér lyfseðil eða þarf ég að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni og láta kíkja á þetta? (veit vel að þetta er æðahnútur sem er að hrjá mig + ofur þrútnir barmar).

Með von um aðstoð.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Það eru því miður ekki til nein krem sem hægt er að nota á æðahnúta á skapabörmum.  Æðahnútar versna oft ef konan stendur og gengur mikið og lengi í einu.  Það er því gott að sleppa því að ganga eða standa of mikið í einu.  Einnig er hægt að leggja kaldan bakstur við hnútana og hvílast um stund á fjórum fótum, það getur minnkar álagið og dregið úr þrotanum.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. maí 2008.