Spurt og svarað

08. maí 2008

Æðahnútar á skapabörmum

Sælar!

Mig langar að spyrjast fyrir um æðahnúta á skapabörmum. Er til eitthvað krem við því? Og ef svo er það lyfseðilsskylt? Get ég hringt bara í ljósuna mína og hún útvegað mér lyfseðil eða þarf ég að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni og láta kíkja á þetta? (veit vel að þetta er æðahnútur sem er að hrjá mig + ofur þrútnir barmar).

Með von um aðstoð.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Það eru því miður ekki til nein krem sem hægt er að nota á æðahnúta á skapabörmum.  Æðahnútar versna oft ef konan stendur og gengur mikið og lengi í einu.  Það er því gott að sleppa því að ganga eða standa of mikið í einu.  Einnig er hægt að leggja kaldan bakstur við hnútana og hvílast um stund á fjórum fótum, það getur minnkar álagið og dregið úr þrotanum.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. maí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.