Af hverju sofa fyrrum kveisubörn lítið á daginn?

25.08.2006

Komið sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég hef eina stóra spurningu sem mig og fleiri vantar að vita svar við. Af hverju sofa börn sem voru kveisubörn svona lítið á daginn? Við vorum nokkrar að ræða um þetta á barnalandi og þá kemur það í ljós að börn sem eru fyrrum kveisubörn sofa voða lítið á daginn. Þau sofa kannski alla nóttina með nokkrum drykkjapásum en sofa svo kannski í mesta lagi 2 tíma á daginn í nokkrum lúrum. Það virðist ekki skipta máli hvort börnin eru 3 mánaða, 6 mánaða eða 11 mánaða - öll sofa þau svona lítið á daginn. Er í lagi að þau sofi svona lítið. Stelpan mín er t.d. 4,5 mánaða og ætti að sofa 16 tíma á sólarhring en sefur kannski bara 13! Hún er oft þreytt en sefur bara í 20 mín á daginn en er þá bara vöknuð. Er búin að reyna öll trikk til að fá hana til að sofa lengur en ekkert virkar. Með von um svör! :)


Sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn!

Ég hef því miður ekki svör við þessu en langar að benda þér á vefsíðuna www.foreldraskoli.is

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. ágúst 2006.