Spurt og svarað

11. apríl 2008

Áfram um blautklúta

Við á ljosmodir.is fengum ábendingu um blautklúta sem kemur hér:

"Efnið sem hún var örugglega að spyrja um og fréttin var um í sjónvarpinu var m.a. parabenin og try eitthvað. Ég man ekki alveg. Paraben eru víst einhver rotvarnarefni sem eru hættuleg ef maður ber það á sig en ekki ef maður borðar það. Það er metylparaben í rosa mörgum blautþurrkum og þetta hefur einhver hormónatruflandi áhrif".


Eftir ýtarlega leit á vefnum get ég ekki fundið neina nýja rannsókn sem sýnir að blautþurrkur séu hættulegar börnum.  Parabenar eru notaðir í blautklúta en þeir hafa hingað til verið taldir hættulausir og eru m.a. mikið notaðir í snyrtivörur. 

Ég fann hinsvegar margar nýjar rannsóknir sem segja að blautklútar séu hættulausir.

Við fylgjumst með þessu áfram.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
11. apríl 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.