Áfram um blautklúta

11.04.2008

Við á ljosmodir.is fengum ábendingu um blautklúta sem kemur hér:

"Efnið sem hún var örugglega að spyrja um og fréttin var um í sjónvarpinu var m.a. parabenin og try eitthvað. Ég man ekki alveg. Paraben eru víst einhver rotvarnarefni sem eru hættuleg ef maður ber það á sig en ekki ef maður borðar það. Það er metylparaben í rosa mörgum blautþurrkum og þetta hefur einhver hormónatruflandi áhrif".


Eftir ýtarlega leit á vefnum get ég ekki fundið neina nýja rannsókn sem sýnir að blautþurrkur séu hættulegar börnum.  Parabenar eru notaðir í blautklúta en þeir hafa hingað til verið taldir hættulausir og eru m.a. mikið notaðir í snyrtivörur. 

Ég fann hinsvegar margar nýjar rannsóknir sem segja að blautklútar séu hættulausir.

Við fylgjumst með þessu áfram.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
11. apríl 2008.