Spurt og svarað

08. febrúar 2008

Afritun texta og útprentun af vefnum

Góðan daginn.

Mér finnst dálítið skrítið að hvorki er hægt að biðja um upplýsingar frá þessum vef í prentuðu formi - það þarf að prenta allt sem er á síðunni og sparar ekki blöðin - og heldur ekki hægt að afrita textann og setja í annað skjal. Þetta er einmitt svona efni sem maður vill kannski hafa hjá sér.

Kveðja, Kristrún.


Sæl Kristrún!

Við höfum ekki hugsað þetta efni sérstaklega til útprentunar en ef þú vilt prenta út þá er lítið mál að velja þann texta með músinni, velja svo copy og paste t.d. í Word eða Notepad. Þannig getur þú ráðið stærð textans og sparað pappírinn.

Við erum hins vegar að vinna að nýju efni sem kemur vonandi inn á vefinn á þessu ári. Þetta verða bæklingar um ýmis efni sem verða þá á prentvænu formi.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. febrúar 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.