Spurt og svarað

14. apríl 2008

Er í lagi að taka inn birkiösku á meðgöngu?

Er í lagi að taka inn birkiösku á meðgöngu? Mér var sagt að hún væri góð til að styrkja ónæmiskerfið.Ég er búin að vera með kvef og flensu í nokkrar vikur og er af þeim sökum orðin frekar þróttlítil. Ég á tvö ung börn og geng með það þriðja (komin 14 vikur) svo mér veitir ekki af að reyna allt sem hægt er til að hressa mig við.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.
 
Það eru ekki til neinar ítarlegar rannsóknir um áhrif eða öryggi birkiösku - notkunin er byggð á reynslusögum og frásögnum einstaklinga. Þar sem ég hef ekkert í höndunum sem segir mér hvernig birkiaska virkar þá get ég ekki mælt með henni á meðgöngu.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. apríl 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.