Er í lagi að taka inn birkiösku á meðgöngu?

14.04.2008

Er í lagi að taka inn birkiösku á meðgöngu? Mér var sagt að hún væri góð til að styrkja ónæmiskerfið.Ég er búin að vera með kvef og flensu í nokkrar vikur og er af þeim sökum orðin frekar þróttlítil. Ég á tvö ung börn og geng með það þriðja (komin 14 vikur) svo mér veitir ekki af að reyna allt sem hægt er til að hressa mig við.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.
 
Það eru ekki til neinar ítarlegar rannsóknir um áhrif eða öryggi birkiösku - notkunin er byggð á reynslusögum og frásögnum einstaklinga. Þar sem ég hef ekkert í höndunum sem segir mér hvernig birkiaska virkar þá get ég ekki mælt með henni á meðgöngu.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. apríl 2008.