Aldur foreldra og líkur á heilbrigði barns

19.04.2011

Hvaða máli skiptir aldur foreldra varðandi líkur á að barn fæðist heilbrigt? Maðurinn minn er 36 ára og ég er 23 ára. Skiptir það máli? Er ekki frekar hætta á að barn fæðist ekki heilbrigt ef konan er orðin eldri, ekki ef maðurinn er orðinn eldri?


Sæl!

Aldur konunnar skiptir meira máli í þessu sambandi en aldur mannsins. Eftir því sem konan verður eldri eru meiri líkar á litningagöllum. Karlar eru frjósamari mun lengur en konur en þó hefur verið sýnt fram á að frjósemi þeirra minnkar með aldrinum og líkur á fæðingargöllum aukast einnig.

Þið eruð hins vegar á besta aldri og ættuð ekki að hafa neinar áhyggjar af þessu aldursins vegna.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. apríl 2011.