Spurt og svarað

19. apríl 2011

Aldur foreldra og líkur á heilbrigði barns

Hvaða máli skiptir aldur foreldra varðandi líkur á að barn fæðist heilbrigt? Maðurinn minn er 36 ára og ég er 23 ára. Skiptir það máli? Er ekki frekar hætta á að barn fæðist ekki heilbrigt ef konan er orðin eldri, ekki ef maðurinn er orðinn eldri?


Sæl!

Aldur konunnar skiptir meira máli í þessu sambandi en aldur mannsins. Eftir því sem konan verður eldri eru meiri líkar á litningagöllum. Karlar eru frjósamari mun lengur en konur en þó hefur verið sýnt fram á að frjósemi þeirra minnkar með aldrinum og líkur á fæðingargöllum aukast einnig.

Þið eruð hins vegar á besta aldri og ættuð ekki að hafa neinar áhyggjar af þessu aldursins vegna.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. apríl 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.