Amniotic Band Syndrome

13.03.2011

Komið þið sælar og takk fyrir frábæran vef!

Í nóvember síðastliðinn fæddi ég heilbrigðan og fallegan dreng fyrir utan það að það vantaði á hann hægri hendina, reyndar er hann með litla stubba putta framan á og hluta úr úlnlið en ekki nóg til þess að hann geti gripið utan um hluti. Mér mætti upplýsingaleysi um hvað hafði gerst, en ljósurnar mínar sögðu mér að líklegasta skýringin væri svokallað ABS eða Amniotic Band Syndrome, það lýsir sér þannig að það losna þræðir inní leginu eða svokölluð Amniotic bands sem að fóstrið flækir sig, en nóg um það hér. Mig langaði að segja ykkur frá síðu sem ég gerði á Facebook sem heitir Amniotic Band Syndrome/ABS. Þetta er síða sem ég bjó til í kringum guttann minn fyrir aðra foreldra barna með ABS eða bara þá sem vilja vita meira um þetta heilkenni. Ég læt netfangið mitt fylgja með hérna, og þeir sem hafa áhuga á að skoða þetta betur eða eiga barn með ABS endilega ekki hika að hafa samband! Það er alltaf gott að hafa einhvern til að ræða hlutina við sem er í sömu eða svipaðri stöðu.

Kær Kveðja, Ása Laufey
alaufey@gmail.com


Bestu þakkir fyrir upplýsingarnar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. mars 2011.