Arfgengi einhverfu

02.04.2007

Sæl og takk fyrir frábæran vef!

Er með smá áhyggjur, kannski er þeta ekki rétti vettvangurinn en ég læt samt vaða, Þannig er að ég á einhverfan bróðir og hef verið að velta fyrir mér arfgengi erfhverfu í ljósi þess að ég er gengin 33 vikur, verð að viðurkenna að ég er pínu kvíðin varðandi þetta, en eflaust að ástæðu lausu. Vona að þið hafið einhverjar upplýsingar handa mér.

Kveða, E.


Sæl og blessuð!

Það er mjög algengt að verðandi foreldrar hafi áhyggjur af heilbrigði barnsins sem þeir eiga von á. Orsakir einhverfu eru ekki að fullu þekktar en vissulega eru erfðafræðilegir þættir taldir eiga einhvern hlut að máli. Það eru samt miklu meiri líkur á að barnið ykkar fái ekki einhverfu. Því miður þá hef ég ekki miklar upplýsingar um þetta en vil benda þér á vef Umsjónarfélags einhverfra www.einhverfa.is en þar eru frekari upplýsingar og gagnlegir tenglar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. apríl 2007.