Að hita stoðmjólk

14.04.2010

Sæl.

Ég veit að það má ekki hita brjóstamjólk í örbylgju en hvað með stoðmjólk. Það stendur ekkert um það á pakkanum. Bara að það sé gott að hita hana í volgu vatnsbaði.


Komdu sæl.

Það er í lagi að velgja stoðmjólk í örbylgju.  Hinsvegar, ef barnið er orðið 6 mánaða, er varla nauðsynlegt lengur að velgja mjólkina fyrir það.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. apríl 2010.