Er í lagi að taka magnesíum töflur á meðgöngu?

30.04.2007

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Mig langaði að forvitnast hvort það væri í lagi að taka magnesíum töflur á meðgöngu? Var sagt að það gæti hjálpað mér varðandi meltinguna, þá meina ég sérstaklega harðlífi, vegna þess að ég er á svo sterkum járntöflum.  Er komin 37 vikur á leið og þetta harðlífi er farið að há mér verulega, er  bara alveg stífluð ef ég get orðað það svo :(

Bestu kveðjur,ein blóðlítil.


Sæl og blessuð!

Magnesíum getur hindrað upptöku járns í líkamanum svo þú ættir að vera að taka það inn í töfluformi fyrst þú er að berjast við blóðleysi. Mörgun konum reynist erfitt að taka inn járn í töfluformi á meðgöngu en sumum finnst mun auðveldara að taka inn fljótandi járn sem fæst t.d. í heilsubúðum. Mörgum finnst að það hafi ekki þessi slæmu áhrif á meltinguna. Kíktu svo á ráðin okkar við hægðatregðu hér á síðunni.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. apríl 2007.