Spurt og svarað

30. apríl 2007

Er í lagi að taka magnesíum töflur á meðgöngu?

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Mig langaði að forvitnast hvort það væri í lagi að taka magnesíum töflur á meðgöngu? Var sagt að það gæti hjálpað mér varðandi meltinguna, þá meina ég sérstaklega harðlífi, vegna þess að ég er á svo sterkum járntöflum.  Er komin 37 vikur á leið og þetta harðlífi er farið að há mér verulega, er  bara alveg stífluð ef ég get orðað það svo :(

Bestu kveðjur,ein blóðlítil.


Sæl og blessuð!

Magnesíum getur hindrað upptöku járns í líkamanum svo þú ættir að vera að taka það inn í töfluformi fyrst þú er að berjast við blóðleysi. Mörgun konum reynist erfitt að taka inn járn í töfluformi á meðgöngu en sumum finnst mun auðveldara að taka inn fljótandi járn sem fæst t.d. í heilsubúðum. Mörgum finnst að það hafi ekki þessi slæmu áhrif á meltinguna. Kíktu svo á ráðin okkar við hægðatregðu hér á síðunni.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. apríl 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.