Bara sumum fyrirspurnum svarað?

18.06.2008

Er bara sumum fyrirspurnum svarað en ekki öðrum? Ég hef tvisvar sent til ykkar spurningar sem liggja á mér en ekki fengið svar.

Ein ósátt.


Sæl og blessuð!

Já - því miður þá náum við ekki að svara öllum þeim fyrirspurnum sem okkur berast og eftirfarandi texti kemur fram á þeim stað þar sem möguleiki er gefin á að senda fyrirspurnirnar:

„Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður“.

Líklega er svarhlutfallið um 30-40% núna þannig að það eru ansi margar fyrirspurnir sem við náum því miður ekki að svara.

Við hvetjum ykkur samt sem áður til að halda áfram að senda okkur fyrirspurnir því það er þið sem hjálpið okkur að byggja upp þennan fræðsluvef sem nýtist svo mörgum.

Endilega leitið til ljósmóðurinnar ykkar eða til ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga í ungbarnaverndinni með spurningar sem brenna á ykkur.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
vefstjóri www.ljosmodir.is
18. júní 2008.