Spurt og svarað

19. febrúar 2008

Barn í reifum

Hæ hæ. Strákurinn minn, tæplega þriggja mánaða, hamast svo mikið um leið og hann losar svefn á nóttunni og vekur því sjálfan sig með látunum í sér.

Hendurnar ganga alvega á fullu, og svo klórar hann sig mikið í framan. Ef ég næ að fara til hans og halda höndunum hans, sofar hann oft aftur. Hann vaknar svona á eins og hálfs, tveggja tíma fresti, sem mér finnst of mikið.

Spurningin er, má setja barn í reifar? Ég vafði hann einu sinni inn í teppi þegar hann var að sofna, þannig að hendur voru fastar niður með síðunum, og hann svaf eins og engill. Manninum mínum leist hins vega ekki á þetta. Því leita ég svara.


Komdu sæl

Það getur einmitt verið gott ráð að vefja barnið þéttingsfast inn í sængina sína til að það sofi betur.  Barnið þekkir vel þrengsli og líður vel þannig, finnur öryggistilfinningu.  Það getur líka verið gott að hafa hann í mjúkum vettlingum og klippa neglurnar hans til að hann meiði sig ekki. 

 

Við á ljosmodir.is fengum bréf frá konu í Bandaríkjunum um þetta efni og læt ég það fylgja hér með.

"Ég bý í Bandaríkjunum þar sem flest börn eru reifuð frá fæðingu og flestir spítalar reifa nýbura. Við hjónin lásum bókina The Happiest Baby on the Block eftir Dr. Karp og fengum DVD diskinn á foreldranámskeiði á spítalanum. Við eigum einn tveggja ára og ráð Dr. Karp virkuðu rosalega vel fyrir okkur. Við eigum von á öðru barni okkar innan tveggja vikna og munum nota hans aðferðir frá fyrsta degi. Finnst bókin ætti að vera skyldulesning fyrir alla nýja foreldra.

Takk fyrir, Oddný "

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.