Barn til útlanda

04.06.2005
Hæ, hæ!
Ég vildi athuga hvað barn þarf að vera orðið gamalt til að þola að vera í
miklum hita.  Var að hugsa um að skreppa til útlanda í sumar, barnið er fætt í byrjun maí, og ef hann er hafður í skugganum allan tímann þolir hann þá þennan hita, stendur til boða ferð í lok júlí, en finnst einhvern veginn eins og það væri strax betra fyrir hann að reyna að fara í september, þá er ekki eins heitt og svona.
Hefur þú einhver ráð með þetta?
Takk fyrir mig
 
..............................................................
 
Komdu sæl.
 
Fyrstu mánuði ævinnar geta börn ekki stjórnað hitanum sjálf með því að svitna eða skjálfa.  Þessi hæfileiki byrjar að þroskast um þriggja mánaða aldur.  Þangað til þarf að passa að barninu sé hvorki of heitt né of kalt.  Það eru annars engin tímamörk á því hvenær ungbörn geta verið í miklum hita, foreldrarnir þurfa bara að laga sig að þörfum barnsins hvort sem það er í kuldanum hér eða á heitari slóðum.  Mundu bara eftir sólarvörninni og að barnið fái nóg að drekka.
 
Góða skemmtun.
 
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
04.06.2005.