Spurt og svarað

04. júní 2005

Barn til útlanda

Hæ, hæ!
Ég vildi athuga hvað barn þarf að vera orðið gamalt til að þola að vera í
miklum hita.  Var að hugsa um að skreppa til útlanda í sumar, barnið er fætt í byrjun maí, og ef hann er hafður í skugganum allan tímann þolir hann þá þennan hita, stendur til boða ferð í lok júlí, en finnst einhvern veginn eins og það væri strax betra fyrir hann að reyna að fara í september, þá er ekki eins heitt og svona.
Hefur þú einhver ráð með þetta?
Takk fyrir mig
 
..............................................................
 
Komdu sæl.
 
Fyrstu mánuði ævinnar geta börn ekki stjórnað hitanum sjálf með því að svitna eða skjálfa.  Þessi hæfileiki byrjar að þroskast um þriggja mánaða aldur.  Þangað til þarf að passa að barninu sé hvorki of heitt né of kalt.  Það eru annars engin tímamörk á því hvenær ungbörn geta verið í miklum hita, foreldrarnir þurfa bara að laga sig að þörfum barnsins hvort sem það er í kuldanum hér eða á heitari slóðum.  Mundu bara eftir sólarvörninni og að barnið fái nóg að drekka.
 
Góða skemmtun.
 
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
04.06.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.