Barnfaðernismál

30.07.2006

Hæhæ ég vil byrja á að þakka góðan vef og ég vona svo innilega að mér verði svarað.

Málið er að ég á 3 mánaða gamlan son. Alla meðgönguna var ég alveg viss hver pabbinn væri, en núna eru farnar að læðast efasemdir að mér. Sko málið er að samkvæmt blæðingum var ég sett 7. apríl sem passaði við einn strák svo fór ég til kvensjúkdómalæknis og hann sagði að ég væri nú styttra gengin og að þetta hefði gerst um verslunarmannahelgina.  Ég varð því mjög fegin.  Svo fer ég í sónar á 12.viku og var sett 23.apríl siðan i 20v.sónar var ég sett 24.apríl. Ég er búin að segja stráknum sem ég held að sé pabbinn að þetta sé 100% en ef að blæðingarnar eru réttar þá var ég gengin 42 vikur þegar ég átti strákinn þann 21.apríl.  Hann var búinn að kúka í legvatnið og nú spyr ég: Hvort á ég að treysta sónarnum eða blæðingum? Það skeikar um 2 vikur.  Getur bumbubúi verið búinn að kúka í legvatnið þótt ég sé bara gengin 39v+4 daga?Sæl
Það getur ekki verið auðvelt að burðast með þetta á sálinni. Meginreglan hér á landi er sú að gengið er út frá áætluðum fæðingadegi skv. 20 vikna sónar. Þá eru gerðar mælingar á fóstrinu og gengið út frá þeim.  Ég myndi ráðleggja þér að vera hreinskilinn við meintan barnsföður þinn og segja honum frá áhyggjum þínum og jafnvel spyrja hann hvort að hann væri til í að fara í barnfaðernispróf til að ganga úr skugga um þetta.  Ef  þú ert að hugsa  um það myndi ég ráðleggja þér að hafa samband við félagsráðgjafa kvennadeildar og fá betri upplýsingar um þær leiðir sem þarf að fara  þannig málum.

Með kveðju, gangi þér velTinna Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
30.07.2006.