Spurt og svarað

10. apríl 2006

Blá í kringum munninn

Sæl!

Stelpan mín sem er rúmlega eins árs, er stundum svo blá í kringum munninn, en samt er henni ekki kalt. Hvað getur orsakað þetta? Hún fæddist 5 vikum fyrir tímann, er grönn en borðar rosa vel. Hefurðu einhverja hugmynd um hvað þetta gæti verið. Tók fyrst eftir þessu í morgun og dagmamman hafði orð á þessu í morgun einnig, sagði að hún væri stundum svona.


Komdu sæl, Guðný og takk fyrir að leita til okkar


Það er erfitt að meta þennan bláma í kringum munninn á barninu nema sjá hann með berum augum. Mér finnst ásæða fyrir þig að leita læknis og láta kíkja á stelpuna. Það getur verið eðlilegt að hafa bláma á vörum ef okkur er kalt, en þú segir það ekki vera í þessu tilfelli. Börn geta líka haft bláma á vörum ef súrefnisfyllingin í blóðinu er ekki nægjanleg og getur ástæðan fyrir því tengst starfssemi hjarta og lungna. Það verður að skoða þetta í heild sinni og læknir þarf að útiloka, að um sjúkdóm geti verið að ræða.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
10. apríl 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.