Blæðingar eftir fóstureyðingu

14.03.2008

Sælar og þakka frábæran vef. Ég er 27 ára gömul og hef verið á pillunni síðan ég var 15 ára. Ég varð ólett alveg óvart og fór í fóstureyðingu í lok janúar. Læknirinn mældist til þess að ég byrjaði ekki strax á pillunni aftur, biði eftir næstu blæðingum. Ef ég reikna rétt þá hefði ég átt að hafa blæðingar fyrir ca. 2 vikum. Ég er ekki ófrísk ég veit það fyrir víst en ég er bara að velta fyrir mér hvort þetta er eðlilegt að tíðahringurinn ruglist eftir svona inngrip. Hversu lengi á ég að bíða með að fara til læknis með þetta?

kveðja ein i vanda


Sæl

Já það er eðlilegt að blæðingum seinki eða þær séu óreglulegar eftir svona inngrip.  Þær geta jafnvel verið óreglulegar í 3 mánuði.  Sjáðu til aðeins lengur en ef þér finnst þetta ómögulegt skaltu hafa samband við kvensjúkdómalæknirinn þinn.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. mars 2008.