Blæðingar eftir fóstureyðingu

16.04.2015

Hæ hæ,  ég fór í fóstureyðingu 7. mars síðast liðinn og er en ekki byrjuð á blæðingum, tók próf til að vera viss fyrir viku síðan - tók tvö komu bæði neikvæð er þetta eitthvað sem ætti að stressa mig ?

 

Heil og sæl – þungunarpróf eru orðn býsna nákvæm og fyrst þau eru  neikvæð þarftu ekki að hafa áhyggjur af þungun. Blæðingar ættu að fara fljótlega í sinn rétta farveg. Ef ekki skaltu ráðfæra þig við lækni.Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
16. apríl 2015