Blæðingastopp

12.09.2007

Sæl!

Þannig er mál með vexti ég er 26 ára gömul og hef verið á reglulegum blæðingum síðan ég átti dóttur mína fyrir 6 árum. En núna hef ég ekki farið á blæðingar síðan í byrjun júní og ég er búin að taka heilan helling af þungunarprófum sem segja öll það sama að ég sé ekki ólétt. Hvað gæti verið að? Ég er með öll einkenni sem fylgja þungun s.s eymsli í brjóstum, ógleði, þreita og mikið lyktarskyn. Hvað gæti verið að?

Takk, takk, ein skelkuð.


Sæl!

Ég get nú ekki sagt þér hvað er málið og því er best að leita til kvensjúkdómalæknis sem fyrst.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. september 2007.