Spurt og svarað

26. nóvember 2009

Bláir blettir á tungu

Halló og kærar þakkir fyrir góðan vef.

Ég er með tæplega þriggja mánaða stúlku sem hefur nánast frá fæðingu verið með hvíta skán á tungunni.  Ég hef verið að bera glýseról á tungu hennar með litlum árangri og nú hef ég tekið eftir að í hvítu skánina eru komnir bláir blettir.  Þegar ég ber glýserólið á tungu hennar með eyrnapinna kemur blár litur á bómullina.  Fylgja þessir bláu blettir þruskunni eða er þetta eitthvað annað?

Bestu kveðjur,Kristín

 


 

Sæl Kristín. 

Bláir blettir fylgja ekki þruskunni en geta verið einhver efnahvörf þegar skánin, glyserol og bómull koma saman.  Láttu kíkja á þetta næst þegar þú ferð með hana í ungbarnavernd.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
26. nóvember 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.