Bláir blettir á tungu

26.11.2009

Halló og kærar þakkir fyrir góðan vef.

Ég er með tæplega þriggja mánaða stúlku sem hefur nánast frá fæðingu verið með hvíta skán á tungunni.  Ég hef verið að bera glýseról á tungu hennar með litlum árangri og nú hef ég tekið eftir að í hvítu skánina eru komnir bláir blettir.  Þegar ég ber glýserólið á tungu hennar með eyrnapinna kemur blár litur á bómullina.  Fylgja þessir bláu blettir þruskunni eða er þetta eitthvað annað?

Bestu kveðjur,Kristín

 


 

Sæl Kristín. 

Bláir blettir fylgja ekki þruskunni en geta verið einhver efnahvörf þegar skánin, glyserol og bómull koma saman.  Láttu kíkja á þetta næst þegar þú ferð með hana í ungbarnavernd.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
26. nóvember 2009.