Blár kúkur

08.09.2006

Hvað er að þegar 4 mánaða barn kúkar dökkbláum kúk?


Komdu sæl!

Hef aldrei heyrt um dökkbláan kúk hjá fjögurra mánaða gömlu barni. Það væri e.t.v. ráð að taka sýni af hægðunum í lítið lokað einnota ílát og fara með það ásamt barninu til læknis eða hafa samband við heilsugæsluna. Það þarf að skoða málið í heild eins og næringu og heilsufar barnsins.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. september 2006.