Spurt og svarað

24. ágúst 2005

Bleiuroði

Stelpan mín er 6 mán. og ég tók eftir í dag að það er rauður blettur framan á kynfærum hennar. Einnig hefur hún verið smá rauð á bossanum, en ég ber AD+ krem á það, og hef svo verið að prófa brjóstakremið Lanisoh á það líka, þar sem þetta var ekki að lagast.  Hvað á ég að gera við þessum rauðu blettum?? Þeir eru smá upphleyptir.

............................................

Komdu sæl

Það er alltaf erfitt að meta útlit húðar svona í gegnum tölvu, best er að
meta slíkt með berum augum. Barnið á að fara í sex mánaða skoðun í
ungbarnavernd og tel ég eðlilegast að skoða þetta þar. Af lýsingu þinni að
dæma gæti verið um sveppasýkingu í húðinni að ræða. Við því eru til krem í
apóteki, sem hægt er að kaupa án lyfseðils t.d. Pevaril, Daktar og
Daktacort, en láttu endilega skoða þetta áður en þú ferð að kaupa það. Þegar
um sveppasýkingu á bleiusvæði er að ræða reynist einnig gagnlegt að viðra
bleiusvæðið eins oft og lengi og mögulegt því sveppur þríftst best í raka og
dimmu.

Kveðja

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24.08.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.