Bleiuroði

24.08.2005

Stelpan mín er 6 mán. og ég tók eftir í dag að það er rauður blettur framan á kynfærum hennar. Einnig hefur hún verið smá rauð á bossanum, en ég ber AD+ krem á það, og hef svo verið að prófa brjóstakremið Lanisoh á það líka, þar sem þetta var ekki að lagast.  Hvað á ég að gera við þessum rauðu blettum?? Þeir eru smá upphleyptir.

............................................

Komdu sæl

Það er alltaf erfitt að meta útlit húðar svona í gegnum tölvu, best er að
meta slíkt með berum augum. Barnið á að fara í sex mánaða skoðun í
ungbarnavernd og tel ég eðlilegast að skoða þetta þar. Af lýsingu þinni að
dæma gæti verið um sveppasýkingu í húðinni að ræða. Við því eru til krem í
apóteki, sem hægt er að kaupa án lyfseðils t.d. Pevaril, Daktar og
Daktacort, en láttu endilega skoða þetta áður en þú ferð að kaupa það. Þegar
um sveppasýkingu á bleiusvæði er að ræða reynist einnig gagnlegt að viðra
bleiusvæðið eins oft og lengi og mögulegt því sveppur þríftst best í raka og
dimmu.

Kveðja

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24.08.2005.