Spurt og svarað

10. desember 2006

Bólusetning gegn rauðum hundum

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef sem ég hef mikið lesið og fræðst um ýmislegt hér :)

Rétt áður en ég varð ólétt var ég sprautuð fyrir rauðum hundum og var að spá í hvernig er með barnið mitt er hann þá ekki með þetta virkt í sér? Er vont að láta hann fá meiri mótefni eða hvernig virkar þetta?

Svo langar mér að lauma annarri spurningu hérna inn. S.l. 1 og ½ viku hefur hann alltaf kúkað grænu og ég veit að það á að þýða of mikil formjólk. Samt hefur ekki breyst drykkjarmynstrið hans, hann er frekar snöggur að drekka. Núna hef ég látið hann vera enn lengur að, vek hann ef hann sofnar og örva hann á brjóstinu, hvað gæti þetta verið (hef ekki verið að borða neitt öðruvísi eða þannig). Hann vill alltaf drekka á 2 tíma fresti. Ég hef reynt að pumpa mig eftir að hann er búinn að drekka til að reyna að ná rjómanum en það kemur ekkert, eins og hann sé búinn með allt. Hann er 3 mánaða og hefur verið að þyngjast ágætlega, er vær og eingöngu á brjósti

:) takk takk :)


Sælar!

Þetta með mótefnin - öll börn eru bólusett fyrir rauðum hundum við 18 mánaða aldur, þó að þú hafir verið bólusett þá eru líklega lítil áhrif á hann - svo það á að vera alveg óhætt að bólusetja hann með öðrum bóluefnum.

Það eru mörg börn sem kúka grænu af og til og það er alveg eðlilegt. Ef hann er að þyngjast vel þá er það ekki ástæðan að hann sé að fá bara formjólkina.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. desember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.