Spurt og svarað

23. febrúar 2015

Brjóst á börnum.

Sælar. Takk fyrir góðan vef. Mig langar að vita hvort að þið getið upplýst mig um svokölluð hormónabrjóst hjá börnum. Þegar ég átti stelpuna mína þá tók ég eftir þykkildum undir geirvörtunum á henni og var sagt að þetta væru þessi hormónabrjóst og þau myndu hverfa/minnka með tímanum. Í dag er hún rúmlega 15 mánaða og er ennþá með svona þykkildi og eru um fimm mánuðir síðan hún hætti á brjósti. Þetta finnst bara ef að strokið er yfir bringuna á henni. Er eðlilegt að þetta sé svona lengi hjá henni? Kveðja M.


Heil og sæl M. Það er eðlilegt að finna fyrir brjóstvef hjá börnum. Það er aðeins einstaklingsbundið hvað þetta finnst greinilega. Ef þetta breytist eitthvað verður auðvitað að skoða þetta en ef þetta er alltaf óbreytt er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Þú getur beðið lækni í 18 mánaða skoðun að þreifa á þessu til að vera fullviss.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
23.feb.2015
 
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.