Brjóst á börnum.

23.02.2015

Sælar. Takk fyrir góðan vef. Mig langar að vita hvort að þið getið upplýst mig um svokölluð hormónabrjóst hjá börnum. Þegar ég átti stelpuna mína þá tók ég eftir þykkildum undir geirvörtunum á henni og var sagt að þetta væru þessi hormónabrjóst og þau myndu hverfa/minnka með tímanum. Í dag er hún rúmlega 15 mánaða og er ennþá með svona þykkildi og eru um fimm mánuðir síðan hún hætti á brjósti. Þetta finnst bara ef að strokið er yfir bringuna á henni. Er eðlilegt að þetta sé svona lengi hjá henni? Kveðja M.


Heil og sæl M. Það er eðlilegt að finna fyrir brjóstvef hjá börnum. Það er aðeins einstaklingsbundið hvað þetta finnst greinilega. Ef þetta breytist eitthvað verður auðvitað að skoða þetta en ef þetta er alltaf óbreytt er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Þú getur beðið lækni í 18 mánaða skoðun að þreifa á þessu til að vera fullviss.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
23.feb.2015