Bumbo stólar

11.07.2008

Er í lagi að barn sem er ekki byrjað að sitja óstutt, sitji í Bumbo stól? Er þetta ekki vont fyrir bakið?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Já það er í lagi ef barnið er vel skorðað í stólinn og situr ekki í langan tíma.  Ef barnið hins vegar er laust í stólnum þá fer það í keng og hvílir þá mikill á þungi á bakinu sem ekki er gott fyrir bakið.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. júlí 2008.