D-vítamín fyrir börn

28.10.2009

Eru D-droparnir mjög nauðsynlegir fyrir 3 mánaða barn sem er á brjósti en fær 1 pela af þurrmjólk á kvöldin í ábót?  Hann fékk svo í magann af dropunum til að byrja með svo ég hætti að gefa honum þá, en núna er ég hins vegar að velta því fyrir mér hvort það sé nauðsynlegt þar sem ég sé á SMA þurrmjólkinni að hún inniheldur D vítamín.  Einnig hef ég heyrt að þeir ættu ekki að skipta svo miklu máli bara að barnið fái lýsi þegar það byrjar að borða. Er það rétt?

 


 

Það skiptir miklu máli að börn fái nægilegt D-vítamín frá 4 vikna aldri svo líkaminn nýti nægilegt kalk og það komist í beinin.  Börn þurfa að fá 10 míkrógrömm á dag af D-vítamíni og þú ættir að geta séð það á SMA umbúðunum hversu mikið barnið er að fá í einum pela.  Það fær hinsvegar örugglega ekki nægilegt magn úr brjóstamjólkinni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. október 2009.