Spurt og svarað

28. október 2009

D-vítamín fyrir börn

Eru D-droparnir mjög nauðsynlegir fyrir 3 mánaða barn sem er á brjósti en fær 1 pela af þurrmjólk á kvöldin í ábót?  Hann fékk svo í magann af dropunum til að byrja með svo ég hætti að gefa honum þá, en núna er ég hins vegar að velta því fyrir mér hvort það sé nauðsynlegt þar sem ég sé á SMA þurrmjólkinni að hún inniheldur D vítamín.  Einnig hef ég heyrt að þeir ættu ekki að skipta svo miklu máli bara að barnið fái lýsi þegar það byrjar að borða. Er það rétt?

 


 

Það skiptir miklu máli að börn fái nægilegt D-vítamín frá 4 vikna aldri svo líkaminn nýti nægilegt kalk og það komist í beinin.  Börn þurfa að fá 10 míkrógrömm á dag af D-vítamíni og þú ættir að geta séð það á SMA umbúðunum hversu mikið barnið er að fá í einum pela.  Það fær hinsvegar örugglega ekki nægilegt magn úr brjóstamjólkinni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. október 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.