Spurt og svarað

13. október 2006

Dostinex

Málið er að ég hef verið með allt of hátt mjólkurhormón og hef þessvegna verið á Dostinex. Ég hef „alveg óvart“ orðið ólétt fyrir ca 5 vikum og hef þá tekið u.þ.b. 5 töflur (hálf, tvisvar í viku). Ég var líka á Dostinex þegar ég varð ólétt síðast en þá tékkaði ég mjög reglulega þannig að þá hef ég tekið mesta lagi 2-3 eftir að hafa orðið ólétt. Nú tékkaði ég trúlega of snemma eftir getnað svo ég tékkaði ekkert í 5 vikur. Fannst ég vera orðin ansi slöpp af Dostinexinu en þá var bara morgunógleðin farin að segja til sín. Nú hef ég bara áhyggjur af því hvaða áhrif Dostinex getur haft á fóstrið. Ég veit bara að það þarf að fylgjast vel með því það er ekki æskilegt að verða ólétt meðan verið er að taka inn Dostinex. Ákvað að prófa að senda fyrirspurn en ég er að fara til læknis núna 16. október.

Með fyrirfram þökk.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég finn þá hefur þú gert rétt með því að hætta að nota Dostinexið um leið og þú uppgötvaðir að þú værir ófrísk en það er rétt hjá þér að það sennilega verið betra að vita það aðeins fyrr. Miðað við þær upplýsingar sem ég fann þá eru ekki til nægar rannsóknir á þessu lyfi á meðgöngu svo það er ekki hægt að segja að það sé öruggt fyrir fóstrið en heldur ekki að það sé skaðlegt. Vertu dugleg að spyrja lækninn þegar þú ferð til hans en þangað til getur þú lesið þér til um þetta á eftirfarandi vefsíðum:

http://www.pfizer.com/pfizer/download/uspi_dostinex.pdf

http://vefpostur.lyfjastofnun.is/focal/gnh52.nsf/a0d1b28cedfe360f00256e2100525409/75b40bd1586c3df200256d7b005ba7dd?OpenDocument

Vona að allt gangi vel hjá þér.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. október 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.