Down´s heilkenni og aldur föðurs

16.10.2009
Sæl og takk fyrir að halda úti þessum vef.

Mig langaði að vita hvort og þá hvenær aldur föðurs byrjar að skipta máli vegna hættu á Downs syndrome.
Er merkjanleg og aukin hætta á litningagöllum eftir 40 árin eins og hjá konum?

Með bestu kveðju.


Sæl

Auknar líkur hjá feðrum yfir 35 ára koma fram ef móðirin er einnig 35 ára eða eldri. Séu báðir foreldrar eldri en 40 ára er talið að líkurnar á þrístæðum 21.litningi(Down´s heilkenni) tvöfaldist.

Hækkandi aldur föðurs hefur misjafnlega mikil áhrif á aðra fósturgalla.

Kær kveðja,

Harpa Ósk Valgeirsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. október 2009.