Ekki of mikið af rúsínum fyrir lítil börn

25.05.2007

Halló ljósmæður!

Ég vil byrja á að þakka fyrir góðan vef.

Fyrir einhverju síðan þá las ég grein um að lítil börn mættu ekki borða nema ákveðið magn af rúsínum á viku. Það væru einhver efni í rúsínunum sem ekki væri gott að þau fengju of mikið af.  En nú man ég ekki hversu mikið af rúsínum þau mega fá og er búin að leita að þessari grein en finn hana ekki og ekkert um þetta. Kannist þið eitthvað við þetta og ef svo er getið þið bent mér á hvar ég finn upplýsingar um þetta?

Með fyrirfram þökk, Ev.


Sæl og blessuð!

Danska heilbrigðisráðuneytið hefur varað við því að börn undir 3 ára aldri borði rúsínur á hverjum degi og einungis í litlum skömmtum.  Þau ættu ekki að borða meira en 50 gr. af rúsínum á viku.  Ástæðan er sögð vera hátt innihald af sveppaeitrinu ochratoksin A sem talið er geta orsakað krabbamein.  Þetta á ekki við um aðrar tegundir af þurrkuðum ávöxtum.

Vona að þetta svari spurningu þinni.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. maí 2007.