Er klór í pottinum í Hreiðrinu?

09.03.2009

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Þannig er mál með vexti að eftir ég varð ólétt hef ég ekki þolað að fara í sund. Í byrjun meðgöngu fór ég í sund og steyptist öll út í útbrotum. Ég hélt kannski að þetta væri tilviljun og fór aftur en það sama gerðist og þá varð ég líka töluvert slöpp á eftir svo að ég hef ekki þorað í sund eftir þetta. Ég hef ekki fengið neitt þessu áður. Líklegasta skýringin er talinn vera klórinn án þess að ég hafi farið í nein próf. Ég fékk upplýsingar um klór í lauginni og það var ekki neitt óðeðlilega hátt á þessum tíma. Ég hef heyrt marga dásama það að fara í pottinn í Hreiðrinu en mig langar að spyrja hvort að það sé klór í honum?Önnur spurning sem mig langaði að spyrja var það hvort að það væri algengt að ofnæmi kæmi skyndilega á meðgöngu.

Með fyrirfram þökk, verðandi móðir.


Sæl og blessuð!

Pottarnir í Hreiðrinu eru þrifnir vandlega eftir hverja notkun þannig að það er ekki þörf á því að setja klór í vatnið.

Mér er ekki kunnugt um að það að konur þrói frekar með sér ofnæmi á meðgöngu en öðrum tímum ævinnar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. mars 2009.