Spurt og svarað

09. mars 2009

Er klór í pottinum í Hreiðrinu?

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Þannig er mál með vexti að eftir ég varð ólétt hef ég ekki þolað að fara í sund. Í byrjun meðgöngu fór ég í sund og steyptist öll út í útbrotum. Ég hélt kannski að þetta væri tilviljun og fór aftur en það sama gerðist og þá varð ég líka töluvert slöpp á eftir svo að ég hef ekki þorað í sund eftir þetta. Ég hef ekki fengið neitt þessu áður. Líklegasta skýringin er talinn vera klórinn án þess að ég hafi farið í nein próf. Ég fékk upplýsingar um klór í lauginni og það var ekki neitt óðeðlilega hátt á þessum tíma. Ég hef heyrt marga dásama það að fara í pottinn í Hreiðrinu en mig langar að spyrja hvort að það sé klór í honum?Önnur spurning sem mig langaði að spyrja var það hvort að það væri algengt að ofnæmi kæmi skyndilega á meðgöngu.

Með fyrirfram þökk, verðandi móðir.


Sæl og blessuð!

Pottarnir í Hreiðrinu eru þrifnir vandlega eftir hverja notkun þannig að það er ekki þörf á því að setja klór í vatnið.

Mér er ekki kunnugt um að það að konur þrói frekar með sér ofnæmi á meðgöngu en öðrum tímum ævinnar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. mars 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.