Er krukkumatur eitthvað verri?

06.09.2006

Góðan daginn!

Ég á 10 mánaða gamlan strák sem er enn á brjósti en farin að borða flest allt. Hann hefur mikið verið að borða krukkumat hingað til en ég vildi fá að spyrja nokkuð út í slíkan mat þar sem ég hef ekki getað aflað mér upplýsingar um það. Þar sem að krukkumatur er án allra rótvarnarefna og aukaefna, er hann nokkuð verri kostur en maturinn sem ég bý til? Er hollara fyrir barnið að fá ferskt grænmeti og ávexti en maukað í krukkum. Eru einhver efni sem eru ekki til staðar í krukkumatnum?

Kærar þakkir, Edda.


Sæl og blessuð!

Já það er stórt spurt um krukkumatinn. Ég er ekki nægilega vel að mér í þessum málum - en ég veit að það hefur alltaf verið talinn besti kosturinn ef mæður útbúa matinn úr fersku grænmeti og ferskum ávöxtum fyrir litlu börnin sín. Ég svara betur - ef ég fæ betri upplýsingar.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. september 2006.