Spurt og svarað

06. september 2006

Er krukkumatur eitthvað verri?

Góðan daginn!

Ég á 10 mánaða gamlan strák sem er enn á brjósti en farin að borða flest allt. Hann hefur mikið verið að borða krukkumat hingað til en ég vildi fá að spyrja nokkuð út í slíkan mat þar sem ég hef ekki getað aflað mér upplýsingar um það. Þar sem að krukkumatur er án allra rótvarnarefna og aukaefna, er hann nokkuð verri kostur en maturinn sem ég bý til? Er hollara fyrir barnið að fá ferskt grænmeti og ávexti en maukað í krukkum. Eru einhver efni sem eru ekki til staðar í krukkumatnum?

Kærar þakkir, Edda.


Sæl og blessuð!

Já það er stórt spurt um krukkumatinn. Ég er ekki nægilega vel að mér í þessum málum - en ég veit að það hefur alltaf verið talinn besti kosturinn ef mæður útbúa matinn úr fersku grænmeti og ferskum ávöxtum fyrir litlu börnin sín. Ég svara betur - ef ég fæ betri upplýsingar.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. september 2006.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.