Erlend, fæðir á Íslandi

03.06.2014
Góðann dag.
Er hægt að tryggja sig fyrir ófyrirséðum lækniskostnaði vegna óléttu hérlendis eða erlendis? Kærastan er kanadískur ríkisborgari, er ólétt og er ekki búin að vera á vinnumarkaði í 6 mánuði og lendir því kostnaður væntanlega allur á okkur? Er einhverstaðar hægt að sjá verðskrá á netinu eða annarstaðar?Sæll vertu!
Upplýsingar um sjúkratryggingar er hægt að skoða á www.sjukra.is og á heimasíðu fjölmenningarseturs, þar kemur meðal annars fram að þeir sem hafa átt lögheimili á Íslandi sl. 6 mánuði eru sjúkratryggðir, sjá nánar hér. Það sem þú ert að vísa í með að vera á vinnumarkaði í 6 mánuði er væntanlega réttur til fæðingarorlofs, en réttur til fæðingarorlofs er einmitt bundinn við að hafa verið á vinnumarkaði á Íslandi í 6 mánuði áður en taka fæðingarorlofs hefst. Á heimasíðu fjölmenningarseturs eru einnig upplýsingar um skammtíma sjúkratryggingar, þeir sem ekki eru sjúkratryggðir þurfa að greiða hærra gjald. Á heimasíðu Landspítala er hægt að skoða gjaldskrá fyrir þjónustu, einnig fyrir þá sem eru ekki sjúkratryggðir, sjá hér.
Gangi ykkur vel.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. júní 2014